Innlent

Vann tvisvar í sama Lottó útdrætti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hjónin ætla að leyfa börnunum sínum að njóta vinningsins með sér, að því er kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Hjónin ætla að leyfa börnunum sínum að njóta vinningsins með sér, að því er kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. vísir/vilhelm
Seinni vinningshafinn úr Lottó útdrættinum 16. júní skilaði sér nú á föstudaginn, en áður hefur verið sagt frá konu sem dreymdi fyrir um vinninginn. Fullorðin hjón úr Kópavogi höfðu keypt seinni miðann í Snælandi í Núpalind og komu þangað með miðann brosandi og glöð.

Eiginmaðurinn hafði farið í Snælandi til að kaupa Víkinglottómiða og bað í leiðinni um að Lottómiðinn væri skoðaður. Á honum leyndist vinningur upp á rétt tæpar 36 milljónir. Í fögnuðinum gleymdist þó víkinglottómiðinn.

Hjónin ætla að leyfa börnunum sínum að njóta vinningsins með sér, að því er kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Fyrir utan tvo risavinninga í Lottó síðustu vikur voru tveir miðar með allar réttar tölur og í réttri röð í Jóker og þar með með vinninga upp á tvær milljónir hvor. Annar miðinn var keyptur í Hveragerði en hinn á Selfossi. Samið aðilinn keypti þó báða miðana og hann fær því samtals fjórar milljónir króna. Það reyndist honum vel að vera vanafastur í þetta skiptið, en hann notar alltaf sömu Jókertölurnar.


Tengdar fréttir

Dreymdi fyrir 36 milljóna Lottó vinning

Reykvíska konu á besta aldri dreymdi fyrir stórum Lottó vinningi sem hún vann um síðustu helgi. Fyrsti vinningur síðasta laugardag var rúmar 72 milljónir króna sem skiptast á milli tveggja vinningsmiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×