Handbolti

Ásgeir Örn sagður á leið í Hauka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/EPA

Ásgeir Örn Hallgrímsson er á leið heim í Hauka en þetta er fullyrt á vef Rúv í dag. Ásgeir Örn snýr þar með aftur til sín uppeldisfélags en hann lék síðast með félaginu árið 2005.

Ásgeir Örn á langan atvinnumanna- og landsliðsferil að baki. Hann lék með félögum í Þýskalandi, Danmörku og Frakklandi en síðast var hann á mála hjá franska liðinu Nimes.

Hann var einnig í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 sem og bronsliðinu á HM í Austurríki tveimur árum síðan.

Ásgeir Örn er fyrsti nýi leikmaðurinn sem Haukar semja við síðan að Olísdeildinni lauk í vor en félagið hefur misst þá Björgvin Pál Gústavsson, Leonharð Þorgeir Harðarson og Hákon Daða Styrmisson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.