Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýjum auglýsingum á stöðinni en lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar tvö.

Einnig verður fjallað um niðurstöðu Karolinsku stofnunarinnar í Svíþjóð sem telur að sjö vísindamenn, þar á meðal Tómas Guðbjartsson hjartalæknir, hafi gerst sekir um vísindalegt misferli í tengslum við plastbarkamálið svokallaða.

Þá verður rætt við Arnór Sighvatsson fráfarandi aðstoðarseðlabankastjóra og fjallað um forsetakosningarnar í Tyrklandi í kvöldfréttum sem hefjast kl. 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×