Innlent

Utanríkisnefnd kemur saman

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá fundi utanríkismálanefndar
Frá fundi utanríkismálanefndar Vísir

Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman til fundar klukkan 10 í fyrramálið. Tilefnið er meðal annars framkvæmd Bandaríkjanna í málefnum innflytjenda.

Bandaríkin hafa sætt harðri gagnrýni undanfarið fyrir að taka börn ólöglegra innflytjenda frá þeim á landamærunum við Mexíkó. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, óskaði eftir fundinum.

Sjá einnig: Funda vegna stefnu Trump

„Ég hef áður sagt að útskýringar Bandaríkjastjórnar á framferði sínu í síðustu viku voru ótrúverðugar og nú bíðum við eftir því að sjá hvort þeir láti alfarið af þessari stefnu sinni,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar.

Á fundinum verður einnig fjallað um innflytjendamál á alþjóðavettvangi í heild sinni. Áslaug segir slíka fundi gagnlega til að fara yfir stöðuna og átta sig á því hvernig Ísland getur brugðist við.


Tengdar fréttir

Funda vegna stefnu Trumps

Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.