Erlent

Bandaríkin tíunda hættulegasta land heims fyrir konur

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Kynbundið ofbeldi virðist vera vaxandi vandamál á Indlandi. Athygli vekur að Bandaríkin eru tíunda versta landið fyrir konur í heiminum.
Kynbundið ofbeldi virðist vera vaxandi vandamál á Indlandi. Athygli vekur að Bandaríkin eru tíunda versta landið fyrir konur í heiminum. Vísir/Getty
Indland er hættulegasta land heims fyrir konur samkvæmt nýrri samantekt Thomson Reuters.

Kallaðir voru til 550 sérfræðingar frá öllum heimshornum og lögðu þeir mat á þætti eins og kynferðisofbeldi, mansal, vinnuþrælkun, nauðungarhjónabönd og kynlífsþrælkun. Kom Indland verst út í öllum þeim flokkum.

Ofbeldisglæpir gegn konum hafa aukist um 83% á Indlandi á einum áratug. Nokkrar sérlega hrottalega nauðganir stúlkubarna hafa komist í heimspressuna síðustu ár.

Þá hefur íhaldssöm menning komið í veg fyrir að hægt væri að takast á við þessi samfélagsmein.

Tíu verstu lönd heims fyrir konur samkvæmt Reuters eru Indland, Afganistan, Sýrland, Sómalía, Sádí-Arabía, Pakistan, Austur-Kongó, Jemen, Nígería og Bandaríkin. Það vekur athygli að Bandaríkin komist á blað, enda eina vestræna iðnríkið á listanum.


Tengdar fréttir

Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi

Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×