Lífið

Time's Up samtökin tækla kynferðislega áreitni á vinnustað

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Rashida Jones leikstýrði auglýsingunni og leikarinn Daniel Glover talar inn á hana.
Rashida Jones leikstýrði auglýsingunni og leikarinn Daniel Glover talar inn á hana. Vísir/Getty
Time‘s Up samtökin sem stofnuð voru í MeToo byltingunni sendu frá sér auglýsingu í gær. Rashida Jones leikstýrði auglýsingunni og leikarinn Daniel Glover talar inn á hana. Auglýsingin útskýrir í einföldu máli kynferðislega áreitni á vinnustöðum,  því fólki á að líða vel í vinnunni og allir eiga að upplifa þar virðingu og öryggi.

„Hefur nýleg bylgja kynferðislegrar áreitni valdið þér ótta, ruglingi eða reiði? Er menningin að breytast svo hratt að þú nærð ekki að skilja? Eða veist þú kannski ekki lengur hvernig þú átt að hegða þér í vinnunni?“

Svona byrjar auglýsingin, sem er öll teiknuð á einfaldan hátt svo boðskapurinn ætti ekki að fara framhjá neinum.


Tengdar fréttir

Weinstein segist saklaus

Honum er gert að hafa nauðgað konu á hótelherbergi í New York og þvingað aðra til munnmaka á skrifstofu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×