Lífið

Jon Stewart sneri óvænt aftur og lét Trump heyra það

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Colbert og Stewart eru gamlir félagar.
Colbert og Stewart eru gamlir félagar. Vísir
Þáttastjórnandinn fyrrverandi John Stewart sneri óvænt aftur í sjónvarp í gær þegar hann mætti í spjallþátt Stephen Colbert. Talaði hann beint til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óhætt er að segja að hann hafi látið forsetann heyra það.

Trump og þáttastjórnendur á borð við Colbert hafa í vikunni skipst á skotum eftir deilur Jimmy Fallon og Trump á Twitter. Sagði Trump sjónvarpsstjörnurnar vera hæfileikalausar með öllu og svöruðu Colbert og Fallin skotum Trump á sinn eigin hátt.

Nýjasta útspilið í þessum deilum var gefið út í gær þegar Stewart, sem stýrði hinum afar vinsæla Daily Show, leit við hjá Colbert.

Ávarpaði hann Trump og gagnrýndi hann harkalega fyrir afstöðu forsetans í hinum ýmsu málum.

„Ef það er erfitt að sætta sig við eitthvað af forsetatíð þinni er það að það er alveg sama hvað þú gerir, það fylgir alltaf aukalag af leiðindum með,“ sagði Stewart.

„Það er ekki bara það að þú gefur lítið fyrir konur sem saka þig um kynferðislegt ofbeldi, þú segir að þær hafi verið of ljótar hvort sem er. Það er ekki bara það að þú sért á móti fjölmiðlum, þú segir að þeir séu óvinir fólksins,“ sagði Stewart en innslagið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Skítseyðin“ svara ummælum Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, eyddi hluta af ræðu sem hann hélt á mánudaginn til þess að hnýta í spjallþáttastjórnendur þar ytra. Þeir hafa nú svarað fyrir sig.

Donald Trump lastar Jimmy Fallon

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, lét spjallþáttarstjórnandann Jimmy Fallon heyra það á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×