Sport

Robert Whittaker sigraði Yoel Romero í mögnuðum bardaga

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Robert Whittaker sparkar í Yoel Romero.
Robert Whittaker sparkar í Yoel Romero. Vísir/Getty
UFC 225 fór fram í nótt í Chicago þar sem þeir Robert Whittaker og Yoel Romero mættust í mögnuðum og hnífjöfnum bardaga.

Upphaflega átti bardagi Whittaker og Romero að vera upp á millivigtartitilinn. Romero náði hins vegar ekki tilsettri þyngd á föstudaginn og gat því ekki unnið titilinn með sigri.

Whittaker byrjaði bardagann afar vel og vann fyrstu tvær loturnar örugglega. Í 3. lotu var hann hins vegar kýldur niður og virtist Romero nálægt því að klára bardagann. Whittaker náði þó að koma sér aftur í bardagann en var aftur vankaður í 4. lotu. Í 5. lotu var Whittaker að stjórna bardaganum þar til hann var aftur kýldur niður en náði að þrauka þar til bardaginn kláraðist.

Romero var í tvígang nálægt því að klára bardagann en Whittaker sýndi ótrúlega hörku og þraukaði. Whittaker vann þrjár af fimm lotum að mati tveggja dómara en þriðji dómarinn taldi Romero hafa gert meira til að sigra. Ekki eru allir sammála niðurstöðu dómaranna en bardaginn verður án nokkurs vafa meðal bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Colby Covington og Rafael dos Anjos um bráðabirgðarbeltið í veltivigt. Líkt og aðalbardaginn var bardaginn jafn og nokkuð spennandi en það var að lokum Colby Covington sem stóð uppi sem sigurvegari.

Bardagakvöldið var fínasta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir

90 grömm setja allt á hvolf í millivigtinni

UFC 225 fer fram í kvöld þar sem þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mætast í aðalbardaga kvöldsins. Romero var 90 grömmum of þungur í vigtuninni í gær og setur það millivigtina mögulega í snúna stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×