Innlent

Ævinlega þakklát starfsfólki Landspítalans

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi slyssins síðastliðinn mánudag. Ökutækin á myndinni voru ekki í slysinu.
Frá vettvangi slyssins síðastliðinn mánudag. Ökutækin á myndinni voru ekki í slysinu. VÍSIR/JÓHANN K.
Sigrún Elísabeth Arnardóttir, sem lenti í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi, skammt frá Kjalarnesi, mánudaginn 4.júní síðastliðinn, greinir  frá líðan fjölskyldunnar í pistli á vefsvæði sínu.

10 barna móðirin Sigrún, var á leið frá Akranesi, aftur til höfuðborgarinnar, þegar harður árekstur tveggja bíla úr gagnstæðum áttum varð.

Ökumaður hins bílsins lést og slys urðu á öllum þeim 9 farþegum sem í bíl Sigrúnar voru.

Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja nýjasta fjölskyldumeðliminn á Akranesi, segir Sigrún í færslunni. 7 af börnum Sigrúnar, auk systursonar hennar voru með í för.

„Ferðin endaði ekki alveg eins og við gerðum ráð fyrir. Við lentum í árekstri á leiðinni í bæinn aftur og vorum öll send með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans.“

Sigrún greinir frá að öll séu þau útskrifuð af sjúkrahúsi, fyrir utan yngstu dóttur hennar, en henni er enn þá haldið sofandi. „Vakað er yfir henni allan sólarhringinn og er ég endalaust þakklát fyrir dásamlega starfsfólkið hér“

Þó bíður, að hennar sögn, stórt verkefni, en dóttir Sigrúnar marðist á lunga og kjálkabrotnaði í slysinu og er því með kjálkann víraðan saman.

Sigrún segir í færslunni að þó sumarið verði öðruvísi en hún bjóst við, verði þær mæðgur sterkar saman í sumar enda munu þær dvelja á Landspítalanum þar til vírarnir verði fjarlægðir.

Að lokum þakkar Sigrún starfsfólki Landspítalans fyrir og segist vera þeim ævinlega þakklát fyrir frábæra umönnun.


Tengdar fréttir

Banaslys á Kjalarnesi

Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×