Sport

Aníta hljóp á besta tíma ársins í Stokkhólmi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aníta átti gott hlaup í dag.
Aníta átti gott hlaup í dag. vísir/getty
Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, lenti í fjórða sæti í 800 metra hlaupi kvenna á Demantamótinu. Keppt var í Stokkhólmi í dag.

Aníta kom í mark á 2:02,21 en hún á best á 2:00,05 sem er Íslandsmet. Það Íslandsmet var einmitt slegið á sama móti sem haldið var í Osló í fyrra.

Aníta hafði ekki hlaupið hraðar en 2:02,21 á þessu ári en hraðast hafði hún hlaupið 2:02,68 á Reykjarvíkurleikunum í febrúar. Hraðasti tími ársins því í húsi hjá Anítu sem á vonandi eftir að hlaupa enn hraðar þegar líða fer á árið.

Fyrst í mark kom Shume Chaltu Regasa, frá Eþópíu, en hún kom í mark á 2:01,16. Onnut var Halimah Nakaayi, fra Úganda, á 2:01,37 sem er einnig hennar besti tími á árinu.

Rétt á undan Anítu var svo Shelayna Oskan-Clarke, frá Bretlandi, á 2:02,09 áður en Aníta kom fjórða í mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×