Enski boltinn

Guardiola svarar Toure fullum hálsi: „Ég er ekki rasisti“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Toure og Guardiola þegar allt lék í lyndi. Eða það héldu allir.
Toure og Guardiola þegar allt lék í lyndi. Eða það héldu allir. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gefur lítið fyrir ummæli Yaya Toure að Guardiola eigi við vandamál að stríða þegar kemur að afrískum leikmönnum.

Toure byrjaði einungis einn leik á síðustu leiktíð og kom fram á dögunum er hann yfirgaf City og sagði að Guardiola kynni ekki að koma fram við afríska leikmenn.

„Hann veit það að ég er ekki rasisti. Við höfum verið saman í tvö ár, 365 plús 365 daga til að tala um þetta,” sagði Guardiola í samtali við katólónska útvarpið.

„Svo fer hann frá félaginu og segir þetta. Þetta skiptir ekki máli, þetta er ekki þess virði,” sagði Spánverjinn fámáll um þessi ummæli Guardiola.

Svo mörg voru þau orð. Guardiola gefur ekki mikið fyrir ummæli Toure og segir að hann hafi ekki nefnt þetta einu sinni þegar þeir unnu saman.

Toure leitar sér nú að nýju liði en hann vann þrjá Englandsmeistaratitla á þeim átta árum sem hann var leikmaður City. Einnig vann hann enska bikarinn einu sinni og deildarbikarinn tvisvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×