Íslenski boltinn

Framtíðar landsliðsmenn í hverju horni

Stefán Árni Pálsson skrifar

Norðurálsmótið í knattspyrnu fór fram á Akranesi um helgina og það í 34. Skipti. Fyrsta mótið fór fram árið 1985 en ekki alltaf hefur mótið borið sama nafn.

Á mótinu keppa ungir drengir á aldrinum 6-8 ára í fimm manna liðum en byrjað var á föstudegi  og fengu menn að spreyta sig fram á sunnudag.

Um eitt þúsund og fjögur hundrið keppendur voru skráðir til leiks uppi á Skipaskaga og framtíðar landsliðsmenn í hverju horni.

Stefán Árni Pálsson var á svæðinu alla helgina og má sjá skemmtilegar myndir frá mótinu hér að neðan úr íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Sérstakur þáttur verður um Norðurálsmótið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.