Íslenski boltinn

Framtíðar landsliðsmenn í hverju horni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Norðurálsmótið í knattspyrnu fór fram á Akranesi um helgina og það í 34. Skipti. Fyrsta mótið fór fram árið 1985 en ekki alltaf hefur mótið borið sama nafn.

Á mótinu keppa ungir drengir á aldrinum 6-8 ára í fimm manna liðum en byrjað var á föstudegi  og fengu menn að spreyta sig fram á sunnudag.

Um eitt þúsund og fjögur hundrið keppendur voru skráðir til leiks uppi á Skipaskaga og framtíðar landsliðsmenn í hverju horni.

Stefán Árni Pálsson var á svæðinu alla helgina og má sjá skemmtilegar myndir frá mótinu hér að neðan úr íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Sérstakur þáttur verður um Norðurálsmótið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×