Innlent

Vildu fá endurgreiðslu á veiðigjaldi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þrjár rækjuútgerðir vildu endurgreiðslu.
Þrjár rækjuútgerðir vildu endurgreiðslu. HICKERPHOTO
Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku sýknað af kröfu þriggja rækjuútgerða um endurgreiðslu á sérstöku veiðigjaldi vegna fiskveiðiársins 2012-13.

Útgerðirnar töldu að gjaldtakan hefði verið ólögmæt og falið í sér óeðlilega mismunun. Máli sínu til stuðnings bentu þær á að vegna veiðigjaldsins hefði framlegð verið neikvæð á tímabilinu meðal annars vegna gjaldsins. Þá var einnig byggt á því að um ólögmætt framsal skattlagningarvalds hefði verið að ræða.

Dómurinn féllst ekki á sjónarmið útgerðanna. Um einföld og skýr viðmið gjaldtökunnar hefði verið að ræða þó það hafi leitt til þyngri skattbyrði á rækjuútgerð en veiðar annarra tegunda. Öðrum ástæðum var einnig hafnað. Útgerðirnar þurfa að greiða ríkinu óskipt 1,2 milljónir í málskostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×