Viðskipti innlent

Vél Icelandair í fánalitunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Boeing-þotan var máluð í Norwich í Englandi, þar sem þessi mynd var tekin.
Boeing-þotan var máluð í Norwich í Englandi, þar sem þessi mynd var tekin. Matt Varley

Þingvellir, ný Boeing 757-300 þota Icelandair, var á dögunum máluð í íslensku fánalitunum. Vélin var máluð vegna 100 ára fullveldis Íslands, eins og sést á áletruninni við neyðarútgang vélarinnar, sem og heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst í vikunni.

Heimildir Vísis herma að til hafi staðið að flytja íslenska karlalandsliðið til Rússlands í nýju vélinni, en það flaug út á laugardag. Ekki hafi hins vegar tekist að klára að mála vélina í tæka tíð.

Fram kemur í umfjöllun erlendra miðla um málið  að vélin hafi verið máluð í Norwich á Englandi, þar sem myndirnar sem fylgja þessari frétt voru teknar. Vélin hafi jafnframt undanfarin 18 ár verið í flota ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines.

Búið sé hins vegar að skrá hana á Íslandi þar sem hún hefur fengið skráningarnúmerið TF-ISX.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Icelandair tekur upp á því að mála vél á sínum vegum í óhefðbundnum litum. Það gerði flugfélagið til að mynda í lok árs 2014, þegar hulunni var svipt af vél skreyttri norðurljósum.

Eins og sjá má er fullveldisafmælisins minnst á hlið vélarinnar. Matt Varley

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.