Skoðun
Rut Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi.

Bætum heilsu og umhverfi með virkum ferðamáta

Rut Sigurjónsdóttir skrifar

Á síðastliðnum áratugum hefur bílaeign aukist til muna bæði erlendis sem og hérlendis, slík þróun hefur haft í för með sér ýmsar neikvæðar afleiðingar, sem meðal annars snúa að umhverfi og heilsufari. Eitt af stóru markmiðum Landlæknisembættisins hér á landi, er að stuðla að heilsueflandi samfélagi, sem felst í að hvetja landsmenn til þess að huga vel að líkamlegri jafnt sem andlegri heilsu, með því að stunda reglubundna hreyfingu sem hægt er samtvinna við daglegt líf.

Þetta er mikilvægur liður í forvörnum gegn hinum fjölmörgu lífstílssjúkdómum sem hafa farið hratt vaxandi á síðastliðnum árum, í hinum vestræna heimi. Til að ná fram þeim markmiðum er nauðsynlegt að einstaklingar velji sér virkan ferðamáta sem felur í sér einhvers konar hreyfingu líkt og göngu eða hjólreiðar, sem krefst eigin orku til þess að komast á milli staða.

Í könnun sem Gallup gerði haustið 2017 varðandi ferðavenjur meðal íbúa höfuðborgasvæðisins, kom fram að einungis 10% hjóla allt árið um kring. Könnunin leiddi einnig í ljós áhugaverðan mun á milli bæjarfélaga og notkun hjólreiða sem ferðamáta, Reykvíkingar reyndust hvað duglegastir en 12% þeirra nota hjólreiðar sem ferðamáta allan ársins hring. Hins vegar eru einstaklingar sem búa í bæjarfélögunum Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi síður líklegir til þess að nota hjólreiðar sem ferðamáta, en einungis 7% íbúa í þessara bæjarfélaga hjóla allt árið um kring.

Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsiAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.