Enski boltinn

Brentford sankar að sér ungum Íslendingum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kolbeinn Birgir Finnsson mættur til Brentford
Kolbeinn Birgir Finnsson mættur til Brentford Heimasíða Brentford

Kolbeinn Birgir Finnsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við enska B-deildarliðið Brentford en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag. Þar segir jafnframt að Kolbeinn hafi staðist læknisskoðun síðastliðinn föstudag.

Kolbeinn Birgir er 18 ára gamall og var á mála hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu Groningen en samningur hans þar rann út nýverið.

Hann er á nítjánda aldursári og ólst upp hjá Fylki. Hann lék níu leiki með Árbæjarliðinu í Pepsi-deildinni sumarið 2015 áður en hann var seldur til Hollands. Hann á 27 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur verið viðloðandi U-21 árs landsliðið að undanförnu.

Kolbeinn er annar Íslendingurinn til að skrifa undir hjá Brentford á stuttum tíma en markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson gekk til liðs við félagið á dögunum frá Breiðabliki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.