Innlent

Sjómaðurinn sem þyrla sótti er látinn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í tvígang kölluð út í gær vegna sjúkraflutninga.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í tvígang kölluð út í gær vegna sjúkraflutninga. Vísir
Maður sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti um borð í norskt skip seinni partinn í gær er látinn. Mbl.is greindi fyrst frá.

Maðurinn var erlendur ríkisborgari, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í tvö útköll í gær vegna sjúkraflutninga. Annars vegar vegnar vegna slyssins um borð í norska skipinu og hins vegar sótti þyrlan sótti slasaðan einstakling á Snæfellsnes og var viðkomandi fluttur á Landspítalann í Fossvogi.

Uppfært 13:22:

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar. var kölluð út á öðrum tímanum í gær vegna slasaðs sjómanns á norsku skipi sem statt var suður af Hornafirði. Þegar þyrlan kom á staðinn fóru sigmaður og læknir um borð í skipið en þá var ljóst að sjómaðurinn væri látinn. Áætlað var að skipið héldi áleiðis til Noregs með manninn en að beiðni útgerðar skipsins hélt það til Vestmannaeyja þar sem hinn látni var fluttur frá borði.

Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að maðurinn hefði verið úrskurðaður látinn um borð en það hefur verið leiðrétt eftir frekari upplýsingar frá Landhelgisgæslunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×