Fótbolti

Raggi Sig tók með sér bækur til Rússlands

Arnar Björnsson í Kabardinka skrifar
Ragnar Sigurðsson spilar núna með þriðja liðinu í Rússlandi.  Hann lék fyrst með Krasnodar og var í fyrra í láni hjá Rubin Kazan en í janúar í ár fór hann til Rostov.  Með því liði spila einnig Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson.  

„Þessi staður, Krasnodar og Rostov eru svipaðir. Kazan var öðruvísi," segir Ragnar en hann getur því sagt að hann sé á heimavelli í Gelendzhik. Hvernig eyðið þið frítímanum?

„Maður þarf bara að finna eitthvað. Við vorum nokkrir sem tókum með okkur playstation. Ég tók með með einhverjar bækur og svo erum við með spilasal þar sem er borðtennis, billjard, skákborð og bíósalur. Þannig að við höfum nóg við að vera."

Þið eruð miklir keppnismenn og enginn ykkar vill tapa í hverju sem þið takið upp á?

„Það er meira pirrandi að tapa í  einhverjum leik en í fótbolta þannig að það er mjög mikil keppni í gangi. Ég tók tvær skákir við Magga Gylfa í gær og tapaði þeim báðum. Þannig að ég þarf eitthvað að vinna í því."

Ertu orðinn sleipur í rússneskunni?

„Ég myndi ekki segja sleipur en ég kann alveg helling.“

Ragnar var ekki tilbúinn að segja okkur hvernig það hljómar á rússnesku hve langt íslenska liðið kemst. Miðvörðurinn var alveg með það á hreinu hvernig kveðja á á rússnesku. Dosvidaniya

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Aron, Alfreð og Birkir æfðu allir í morgun

Það er allt að smella hjá strákunum okkar á lokasprettinum fyrir HM. Það gátu allir tekið þátt á æfingunni í dag. Líka fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×