Fótbolti

Höfundur öskubuskuævintýris Östersund kominn til Swansea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Potter er mættur til Wales
Potter er mættur til Wales mynd/swansea
Kraftaverkamaðurinn hjá Östersund Graham Potter er nýr knattspyrnustjóri Swansea. Hann gerði þriggja ára samning við velska félagið.

Potter tók við Östersund árið 2011 og fór með það upp um þrjár deildir í sænsku úrvalsdeildina og gerði liðið að bikarmeisturum. Þá fór Östersund í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar á nýliðnu tímabili en tapaði þar fyrir Arsenal.

Englendingurinn Potter er 43 ára gamall og tekur við starfinu af Carlos Carvalhal sem fór frá Swansea í vor eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta er tækifæri á því að byrja upp á nýtt. Síðustu ár hafa verið erfið en vonandi munu stuðningsmennirnir geta litið til baka eftir nokkur ár og séð þetta fall sem það besta sem kom fyrir félagið,“ sagði Potter.



 


Tengdar fréttir

Töframaðurinn Potter í Östersund

Undir stjórn Englendingsins Grahams Potter hefur Östersund náð eftirtektarverðum árangri á undanförnum árum. Liðið varð bikarmeistari í vor og er komið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem það mætir enska stórliðinu Arsenal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×