Erlent

Trump ætlar að stoppa stutt við í Singapúr

Trump við komuna til Singapúr. Fundur hans og Kim á að hefjast kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.
Trump við komuna til Singapúr. Fundur hans og Kim á að hefjast kl. 1 í nótt að íslenskum tíma. Vísir/AP
Viðræður um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu hafa gengið hraðar en búist var við og því ætlar Donald Trump Bandaríkjaforseti að yfirgefa Singapúr eftir fund hans með Kim Jong-un fyrr en ætlað var. Ekki liggur fyrir hvort um góðar eða slæmar fréttir sé að ræða.

AP-fréttastofan segir að dagskrá Trump hafi verið breytt skyndilega. Líkt og á G7-fundinum um helgina ætlar Trump að fara frá Singapúr fyrr en upphaflega stóð til. Hann átti að fljúga heim á miðvikudag. Nú ætlar forsetinn að fara heim annað kvöld eftir fundi með Kim.

„Viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu halda áfram og hafa gengið hraðar en búist var við,“ sagði í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.

Áður hafði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, dregið úr vonum fyrir fundinn með því að gefa í skyn að mögulega komi ekkert haldfast út úr viðræðum Trump og Kim. Fundurinn verði hugsanlega aðeins fyrsta skrefið í frekari viðræðum þjóðanna á næstunni.


Tengdar fréttir

Kim mættur til Singapúr

Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×