Innlent

Fundu dauðan sel í Ölfusá

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Selurinn er líklega búin að liggja í einhverja daga í grjótinu við ánna.
Selurinn er líklega búin að liggja í einhverja daga í grjótinu við ánna. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Unglingar úr Vinnuskóla Árborgar sem voru að týna rusl meðfram Árveg á Selfossi í dag gengu fram á dauða sel í Ölfusá sem hafði rekið upp í grjótið. Um kópsunga er að ræða.

Fugl hefur greinilega komist í selinn því það var búið að kroppa augun úr honum.

Starfsmenn umhverfisdeildar Árborgar voru fljótir að koma og fjarlæga hræið af selnum.  Töluvert er um sel í Ölfusá.

Fannar Pálsson, verkstjóri hjá umhverfisdeildinni með selinn áður en hann var settur í poka og fjarlægður.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×