Fótbolti

Ungu stelpurnar með Gunnhildi Yrsu inn á miðjunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Selma Sól Magnúsdóttir fær stórt hlutverk í leiknum í dag.
Selma Sól Magnúsdóttir fær stórt hlutverk í leiknum í dag. Vísir/Getty
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt í leiknum á móti Slóveníu í undankeppni HM 2019 en leikurinn hefst á Laugardalsvelli klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Landsliðsfyrirliðionn Sara Björk Gunnarsdóttir getur ekki spilað vegna meiðsla og tekur markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir við fyrirliðabandinu.

Samkvæmt uppsetningu byrjunarliðsins á heimasíðu UEFA þá munu ungu stelpurnar Selma Sól Magnúsdóttir og Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki spila inn á þriggja manna miðju með reynsluboltanum Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.

Rakel Hönnudóttir, sem margir sáu fyrir sér koma inn í hlutverk Söru Bjarkar á miðjunni, verður samkvæmt þessari opinberu uppstillingu UEFA í þriggja manna framlínu með Fanndísi Friðriksdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur.

Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið íslenska liðsins:










Fleiri fréttir

Sjá meira


×