Innlent

Kobba með nýjan kóp

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kobba og kópurinn hennar.
Kobba og kópurinn hennar. Vísir/Sigurjón
Landselsurtan Kobba kæpti snemma í gærmorgun í Húsdýragarðinum. Kópurinn hefur enn ekki verið kyngreindur og því ekki fengið nafn enda fara dýrahirðar garðsins varlega í kringum íbúa hans fyrstu dagana.

Litið var í heimsókn til kópsins nýja í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kópurinn þiggur móðurmjólk oft á sólarhring og var fljótur til að fylgja móður sinni á sundi. Faðir kópsins er brimillinn Snorri en auk fjölskyldunnar er urtan Særún einnig í lauginni. Kópurinn verður á spena í um fjórar vikur áður en hann fer að taka fisk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×