Handbolti

Þórir og norsku stelpurnar fengu fínan riðil á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Vísir/Getty

Nú er ljóst hvernig riðlarnir líta út á EM kvenna í handbolta sem fer fram í Frakklandi í desember. Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans geta verið nokkuð kát með útkomuna.

Norska landsliðið lenti í riðli með Þýskalandi, Tékklandi og Rúmeníu en liðið mun spila leiki sína í Brest. Tékknesku stelpurnar voru í riðli með þeim íslenskum í undankeppninni.

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar norska kvennalandsliðið eins og undanfarin ár og undir hans stjórn varð norska liðið Evrópumeistari árið 2016. Þórir gerði norsku stelpurnar þá að Evrópumeisturum í þriðja sinn.

Danska landsliðið, sem vann undanriðil Íslands, lenti í riðli með Svíþjóð, Póllandi og Serbíu.

Heimakonur frá Frakklandi verða í riðli með Rússlandi, Slóveníu og Svartfjallalandi.

Í síðasta riðlinum eru síðan Ungverjaland, Holland, Króatía og Spánn. Norska liðið mun lenda í millriðli með liðum úr þeim riðli.

Evrópukeppnin fer fram frá 30. nóvember til 16. desember.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.