Fótbolti

Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tólfan hefur fullkomnað HÚH-ið
Tólfan hefur fullkomnað HÚH-ið visir/vilhelm
Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið.

Víkingaklappið og Ísland eru ein heild eins og Tommi og Jenni, salt og pipar og fleiri heilsteypt tvíeyki.

Nú hefur ástin á víkingaklappinu verið tekin á hærra plan, sérstakur „emoji“ eða tölvutákn hefur verið gert af víkingi að taka HÚH-ið.

Táknið kemur upp þegar notað er myllumerkið vikingclap á Twitter og frumsýndi KSÍ klappandi víkinginn á Twittersíðu sinni í dag í tengslum við niðurtalningu sína í HM.

Ísland hefur leik á HM eftir aðeins fjóra daga, gegn Argentínu í Moskvu á laugardaginn.







 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×