Erlent

Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Spurning er hvað Kim fannst um stikluna.
Spurning er hvað Kim fannst um stikluna. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt.

Meðal þess var að sýna Kim stiklu í ætt við þær sem gerðar eru í Hollywood sem átti að sýna mögulega framtíð Norður-Kóreu ef samningar myndi nást.

Myndbandið er um fjórar mínútur að lengd og er klippt til að líta út fyrir að vera hluti af kvikmynd.

Trump er sagður hafa sýnt Kim myndbandið á Ipad-spjaldtölvu á meðan fundi þeirra stóð. Markmiðið var að sýna fram á það að með samningum við Bandaríkin gæti Norður-Kórea fengið aðstoð við efnahagslega- og tæknilega þróun ríkisins.

„Sagan er í sífelldri þróun og það kemur sá tími þar sem örfáir fá tækifæri til þess að knýja fram breytingar,“ segir þulur í stiklunni. „Spurning er hins vegar, hvaða breytingar muni hinir fáu knýja fram. Fortíðin þarf ekki að vera framtíðin.“

Stiklan minnir sem áður segir mikið á Hollywood-stiklur en í henni er meðal annars opnað á möguleikann á að sættir Norður-Kóreu og Suður-Kóreu geti verið einhvers konar framhaldsmynd.

Stikluna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×