Fótbolti

Spænski landsliðsþjálfarinn tekur við Real

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lopetegui á hliðarlínunni
Lopetegui á hliðarlínunni Vísir/getty
Real Madrid tilkynnti í dag að félagið hefur ráðið Julen Lopetegui sem knattspyrnustjóra liðsins. Lopetegui tekur við liðinu eftir að HM í knattspyrnu lýkur.

Lopetegui samdi við Evrópumeistarana til þriggja ára en hann er um þessar mundir í Rússlandi þar sem hann gegnir stöðu landsliðsþjálfara Spánar.

Lopetegui er 51 árs gamall Spánverji sem hefur stýrt yngri landsliðum Spánar og spænska landsliðinu síðan árið 2016. Hann var við stjórnvöllinn hjá portúgalska liðinu Porto í tvö ár áður en hann tók við spænska landsliðinu. Hann spilaði með Real Madrid á árunum 1988-1991 og vann með liðinu Spánarmeistaratitilinn árið 1990.

Zinedine Zidane hætti störfum sem knattspyrnustjóri Real aðeins nokkrum dögum eftir að hann stýrði liðinu til 3-1 sigurs á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum.








Tengdar fréttir

Real hætt við Pochettino

Florentino Perez hefur ákveðið að hætta við að reyna að gera Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, að næsta stjóra Real Madrid en þetta segir Guillem Balague, sérfræðingur Sky um spænska boltann.

Leikmenn Real kenna Bale um brotthvarf Zidane

Leikmenn Real Madrid kenna liðsfélaga sínum Gareth Bale um brotthvarf Zinedine Zidane frá félaginu, en Frakkinn tilkynnti öllum að óvörum að hann ætlaði að hætta sem knattspyrnustjóri félagsins í gær.

„Guti verður næsti stjóri Real Madrid"

Forseti Real Murcia segir að Guti, fyrrum leikmaður Real Madrid, verði næsti stjóri liðsins. Liðið er stjóralaust eftir að Zinedine Zidane hætti á dögunum.

Zidane hættur með Real

Zinedine Zidane er hættur sem stjóri Real Madrid en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×