Fótbolti

María öflug er Norðmenn héldu sér á lífi í baráttunni um HM-sæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hansen og María fagna markinu í kvöld.
Hansen og María fagna markinu í kvöld. vísir/getty
María Þórisdóttir spilaði allan leikinn í vörn Noregs er liðið vann 1-0 sigur á Írlandi í undankeppni HM. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik.

Leikið var í Stavanger í kvöld og sigurmarkið skoraði Caroline Hansen, samherji Söru Bjarkar hjá Wolfsburg, á 25. mínútu.

María spilaði allan leikinn í vörn Noregs en hún er orðin fastamaður í landsliði Noregs. Hún leikur með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Noregur er í öðru sætinu með fimmtán stig, fimm stigum á undan Írlandi sem er í þriðja sætinu. Á toppnum eru Hollendingar með sextán stig.

Tveir leikir eru eftir af riðlinum. Næst spila Norðmenn gegn Slóvakíu en Slóvakía er án stiga. Í lokaumferðinni mætast svo Norðmenn og Hollendingar sem getur orðið hreinn úrslitaleikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×