Handbolti

Noregur á HM þrátt fyrir tap í Sviss

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sagosen í landsleik með Norðmönnum á dögunum.
Sagosen í landsleik með Norðmönnum á dögunum. vísir/getty

Norðmenn eru komnir á HM í handbolta sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári eftir sigur á Sviss, samanlagt 62-59, í umspilsleikjunum tveimur.

Þrátt fyrir tap í kvöld 33-30 er norska liðið komið á HM en spilað verður í löndunum tveimur frá níunda til 27. janúar á næsta ári.

Leikið var í Sviss í kvöld en Norðmenn höfðu unnið fyrri leikinn með sex mörkum þar sem Sander Sagosen fór á kostum og skoraði tíu mörk.

Norðmenn voru yfir í hálfleik, 16-15, en Sviss tók yfirhöndina í síðari hálfleik og leiddi meðal annars 22-18. Þá kom Espen Christensen í markið og sá til þess að munurinn endaði ekki í meira en þremur mörkum, 33-30.

Norska liðið er því komið á HM eins og áður segir en markahæstur var aftur miðjumaður PSG, Sander Sagosen. Hann dró vagninn hjá norska liðinu í leikjunum tveimur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.