Viðskipti innlent

Búið að gefa út ákæru í Icelandair-málinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mennirnir eru taldir hafa hagnast um 48 milljónir.
Mennirnir eru taldir hafa hagnast um 48 milljónir. Vísir/pjetur

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Icelandair-air máli þar sem yfirmaður hjá Icelandair er grunaður um brot á lögum verðbréfaviðskipti. Hann og þrír aðrir menn eru grunaðir um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair Group.

Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssasóknari, í samtali við Vísi. Ekki var unnt að fá upplýsingar um efni ákærunnar, né hversu margir hafa verið ákærðir í málinu.

Greint var frá málinu í Fréttablaðinu síðastliðið sumar en yfirmaðurinn var sendur í leyfi vegna hinna meintu brota.

Mennirnir eru sem fyrr segir grunaðir um að hafa í nokkur skipti nýtt sér innherjaupplýsingar til þess að gera svonefnda framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group, örfáum dögum áður en félagið sendi frá sér svarta afkomutilkynningu sem varð til þess að verð hlutabréfa í félaginu tók mikla dýfu.

Mennirnir samningana við innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankann, en ljóst þykir að þær hafi tapað háum fjárhæðum á samningunum.Fólust viðskiptin í því að mennirnir skuldbundu sig til að ýmist kaupa eða selja hlutabréf í Icelandair Group á fyrirfram ákveðnu verði á fyrirfram ákveðnum tíma

Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti.

Héraðssaksóknari kyrrsetti tugi milljóna við rannsókn málsins sem lauk í janúar. Mennirnir eru taldir hafa hagnast um tæpar 48 milljónir á viðskiptunum.


Tengdar fréttir

Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum

Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu fjármunum á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group. Fjármálastofnanir töpuðu tugum milljóna króna vegna viðskiptanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.