Innlent

Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi.
Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi. Vísir/Hanna
Alþingi samþykkti frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í kvöld. Þá var þingi frestað í kjölfarið.

50 greiddu at­kvæði með frumvarpinu, 7 greiddu atkvæði gegn því og 3 greiddu ekki at­kvæði.

Með þessu nýja persónuverndarfrum­varp­i dómsmálaráðherra er lagt til að ný reglu­gerð Evr­ópuþings­ins og ráðsins um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga verði inn­leidd í ís­lensk­an rétt. Reglu­gerðin fel­ur jafnframt í sér mjög um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á sviði per­sónu­vernd­ar. Frumvarpið hefur verið nokkuð umdeilt, einkum vegna þess hversu skammur tími gafst til að senda inn umsagnir um það.

Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí sem haldinn er vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Fyrr í kvöld leit út fyrir að þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn en þess reyndist ekki þurfa.


Tengdar fréttir

Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn

Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×