Viðskipti innlent

B5 hagnast um 41 milljón króna

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
B5 við Bankstræti 5 er einn vinsælasti skemmtistaður landsins.
B5 við Bankstræti 5 er einn vinsælasti skemmtistaður landsins. Vísir/Pjetur
Hagnaður skemmtistaðarins B5 við Bankastræti dróst saman um fjórðung á milli ára og nam 41 milljón króna árið 2017. Tekjur félagsins, Bankastræti 5 ehf., drógust saman um þrjú prósent á milli ára og voru 266 milljónir í fyrra.

Skemmtistaðurinn greiddi 50 milljónir króna í arð en ellefu milljónir árið áður. B5 er í eigu Kráarfélagsins sem aftur er í eigu Andra Sigþórssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns, og Þórðar Ágústssonar framkvæmdastjóra. Arðsemi eiginfjár nam 81 prósenti og eigið fé var 46 milljónir króna í árslok.

Eiginfjárhlutfallið var 70%. B5 skuldar ekki lánastofnunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×