Viðskipti innlent

Skaginn hagnast um 340 milljónir

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
EBITDA hátæknifyrirtækisins Skagans jókst um 50 milljónir á milli ára.
EBITDA hátæknifyrirtækisins Skagans jókst um 50 milljónir á milli ára.
Hagnaður hátæknifyrirtækisins Skagans nam 339 milljónum króna í fyrra og jókst um 37 prósent á milli ára. Fyrirtækið, sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, einkum fiskvinnslu, velti um 5,7 milljörðum króna á árinu borið saman við 4,3 milljarða árið 2016, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi þess.

Rekstrarhagnaður Skagans fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 457 milljónir króna í fyrra og jókst um tæpar 50 milljónir á milli ára.

Fyrirtækið átti eignir upp á 2,8 milljarða í lok síðasta árs, borið saman við 1,8 milljarða í lok árs 2016, og var eigið fé 619 milljónir króna. Meðalfjöldi ársverka hjá Skaganum var 108 á árinu.

Stjórn fyrirtækisins hefur lagt til að á þessu ári verði allt að 340 milljónir króna greiddar í arð til hluthafa, félagsins IÁ Hönnunar, en það er í eigu Ingólfs Árnasonar, stofnanda og framkvæmdastjóra Skagans, og eiginkonu hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×