Viðskipti erlent

AT&T og Time Warner fá að sameinast

Kjartan Kjartansson skrifar
Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafði lagst gegn samruna AT&T og Time Warner. Ástæðan hefur meðal annars verið talin andúð hans á CNN-fréttastöðinni.
Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafði lagst gegn samruna AT&T og Time Warner. Ástæðan hefur meðal annars verið talin andúð hans á CNN-fréttastöðinni. Vísir/EPA

Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að fjarskiptarisinn AT&T og fjölmiðlafyrirtækið Time Warner mættu renna saman í eitt án skilyrða. Dómsmálaráðuneyti ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafði lagst gegn samrunanum.

Dómarinn í málinu sagði að ráðuneytið hefði ekki sýnt fram á að samruninn myndi skaða samkeppni eða neytendur. Efnahagsleg greining þess hefði byggst á „óviðeigandi hugmyndum“, að því er segir í frétt Washington Post.

Samruni fyrirtækjanna tveggja á að ganga í gegn fyrir 20. júní. AT&T, stærsta fjarskiptafyrirtæki heims, hefur lengi sóst eftir að eignast afþreyingarfyrirtæki eins og Time Warner. Síðarnefnda fyrirtækið á meðal annars þættina um Krúnuleikana, Harry Potter-kvikmyndirnar og CNN-fréttastöðina.

Málið er talið hafa fordæmisgildi og torvelda alríkisyfirvöldum að setja sig upp á móti samrunum risafyrirtækja. Það geti leitt til enn frekari samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði.

Þannig er búist er við því að fjarskiptafyrirtækið Comcast leggi fram tilboð í 21st Century Fox strax í dag jafnvel í kjölfar niðurstöðu dómsins í gær.


Tengdar fréttir

Vilja stöðva einn stærsta samruna sögunnar

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál í því augnamiði að koma í veg fyrir kaup AT&T, einu stærsta símafyrirtæki heims, á Time Warner fjölmiðlasamsteypunni.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.