Fótbolti

Nokkrir strákanna eru að spila Fortnite á fullu

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Vonandi verður Björn á skotskónum í Rússlandi.
Vonandi verður Björn á skotskónum í Rússlandi. vísir/vilhelm
Strákarnir gera sér ýmislegt til dundurs í Rússlandi og til að mynda eru nokkrir þeirra farnir að spila Fortnite sem er afar vinsæll leikur um þessar mundir.

„Það eru ég, Kári, Raggi og Aron kemur stundum. Jói Berg kemur oft og tekur af okkur stýripinnann," segir Björn en það stendur ekki til að þeir verði live að spila.

„Við erum ekki komnir á það level enn þá. Við erum ekki alveg orðnir nógu góðir enn þá."

Björn lenti í því að brenna strax í sólinni en passar upp á að bera vel á sig núna. Hann vill hafa vörnina sterka enda ekki gott að brenna.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Kári: Alltaf í stöðunni að eitthvað lið kaupi mig

Kári Árnason spilar á HM og fer svo heim til Íslands til þess að spila í Pepsi-deildinni. Arnar Björnsson spurði hann að því hvort hann væri ekki spældur að hafa samið svona snemma við Víkinga því eitthvað gæti komið upp eftir HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×