Fótbolti

Alfreð: Held það sé töluvert skemmtilegra að vera knattspyrnumaður en að vera í pólitík

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Alfreð er í toppstandi.
Alfreð er í toppstandi. vísir/vilhelm
Alfreð Finnbogason var ótrúlega pólitískur í tilsvörum er hann var spurður út í framtíð sína. Svo pólitískur að blaðamaður tók nánast pensarann af og hrósaði honum.

„Þakka þér fyrir," segir Alfreð léttur er hann fékk hrósið fyrir svarið. Það lá því beint við að spyrja hann hvort hann sæi fyrir sér frama í bæjarpólitíkinni í Kópavogi.

„Ég er ekki kominn svo langt. Ég held að það sé töluvert skemmtilegra að vera knattspyrnumaður en í pólitík. Ég er ekki með hugann við það."

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Kári: Alltaf í stöðunni að eitthvað lið kaupi mig

Kári Árnason spilar á HM og fer svo heim til Íslands til þess að spila í Pepsi-deildinni. Arnar Björnsson spurði hann að því hvort hann væri ekki spældur að hafa samið svona snemma við Víkinga því eitthvað gæti komið upp eftir HM.

Alfreð: Setti eitthvað heimsmet á EM

Alfreð Finnbogason er eini leikmaður landsliðsins sem hefur upplifað það að fara í leikbann á stórmóti. Hann lofar að halda sig á mottunni á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×