Innlent

Hænurnar bjuggu við mikinn óþrifnað og myrkur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aðgerðir voru ekki taldar þola bið og var gripið til vörslusviptingar á staðnum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Aðgerðir voru ekki taldar þola bið og var gripið til vörslusviptingar á staðnum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty

Matvælastofnun hefur svipt hænsnaeiganda á Suðvesturlandi öllum hænum sínum vegna slæms aðbúnaðar og umhirðu. Um 20 garðhænsni var að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun bjuggu hænurnar við mikinn óþrifnað og myrkur. 

Matvælastofnun barst ábending um málið frá heilbrigðiseftirliti í lok síðustu viku. Aðgerðir voru ekki taldar þola bið og var gripið til vörslusviptingar á staðnum.

Fuglunum hefur verið komið fyrir í bráðabirgðahúsnæði á meðan unnið er að því að ráðstafa þeim annað. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.