Fótbolti

HM í dag: Enginn kúkur í lauginni í Kabardinka

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Arnar og Henry eru ferskir eftir sundsprett dagsins.
Arnar og Henry eru ferskir eftir sundsprett dagsins.

Þáttur dagsins er tekinn upp í sundlauginni á fjölmiðlahótelinu enda hitinn óbærilegur.

Arnar Björnsson og Henry Birgir Gunnarsson hófu daginn á sundspretti í hitanum. Þeir fábúlera um lífið í Kabardinka, strákana og svo stóru stundina þegar farið verður til Moskvu á morgun.

Einnig er aðeins komið inn á bílaeign heimamanna en þar má sjá margt sem yljar hjartanu. Bílar sem við höfum ekki séð lengi.

Þáttinn má sjá hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Kári: Alltaf í stöðunni að eitthvað lið kaupi mig

Kári Árnason spilar á HM og fer svo heim til Íslands til þess að spila í Pepsi-deildinni. Arnar Björnsson spurði hann að því hvort hann væri ekki spældur að hafa samið svona snemma við Víkinga því eitthvað gæti komið upp eftir HM.

Gylfi: Við viljum allir að Aron spili

Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt gríðarlega mikið á sig síðan hann meiddist fyrir nákvæmlega þremur mánuðum síðan. Hann hefur getað æft af kappi og ekki þurft að hlífa sér síðustu daga. Honum leið líka vel fyrir æfingu í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.