Fótbolti

Griezmann búinn að taka ákvörðun um framtíð sína

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þögull sem gröfin
Þögull sem gröfin vísir/getty

Franski markvarðahrellirinn Antoine Griezmann hefur tekið ákvörðun um hvar hann mun spila á næstu leiktíð en segir ekki unnt að greina frá því strax.

Griezmann var lengi orðaður við Manchester United en að undanförnu hafa orðrómarnir verið á þá leið að hann muni ganga til liðs við Barcelona í sumar.
Kappinn var spurður út í framtíð sína á blaðamannafundi franska landsliðsins í gær.

„Í dag er ekki rétti tíminn til að tala um mína framtíð. En já, ég hef tekið ákvörðun en ég mun ekki greina frá henni í dag. Þetta er hvorki staður né stund,“ sagði Griezmann.

Griezmann skoraði 29 mörk í 49 leikjum með Atletico Madrid á nýafstaðinni leiktíð og verður væntanlega í eldlínunni með Frökkum þegar flautað verður til leiks á HM í Rússlandi en fyrsti leikur þeirra er gegn Ástralíu á laugardag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.