Fótbolti

Drama í herbúðum Spánverja: Líklega að fara reka þjálfarann sinn nokkrum dögum fyrir HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui. Vísir/Getty

Framtíð landsliðsþjálfara Spánverja er í uppnámi eftir að hann tilkynnti að hann væri að fara taka við Real Madrid eftir HM. Nýjustu fréttir eru að Julen Lopetegu fái ekki að stýra spænska landsliðinu á HM í Rússlandi. 

Julen Lopetegui mun taka við stórliði Real Madrid eftir HM í Rússlandi en þetta tilkynnti hann aðeins nokkrum dögum fyrir HM þar sem hann mun stýra spænska landsliðinu.

Yfirmenn spænska knattspyrnusambandsins eru vægast sagt mjög ósáttir með það að Julen Lopetegui hafi valið þennan tímapunkt til að gefa þetta út.

Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því í morgun að miklar líkur eru á því að spænska sambandið muni hreinlega reka Julen Lopetegui nokkrum dögum fyrir HM vegna þessa máls.Fyrirhuguðum blaðamannafundi Julen Lopetegui í morgun var frestað og Luis Rubiales, formaður spænska sambandins, lét hafa það eftir sér að líkur væru að Julen Lopetegui yrði ekki á hliðarlínunni í fyrsta leiknum á móti Portúgal á föstudaginn.

„Við ætlum að gera það sem er best fyrir liðið,“ sagði Luis Rubiales við blaðamanna Marca. Rubiales vissi af viðræðum Lopetegui og Real Madrid en er brjálaður yfir að þetta hafi verið tilkynnt fyrir HM.

Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið er Fernando Hierro.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.