Enski boltinn

Emery safnar liði á Emirates

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Unai Emery er byrjaður að taka til hendinni hjá Arsenal
Unai Emery er byrjaður að taka til hendinni hjá Arsenal vísir/epa

Unai Emery er byrjaður að taka til hendinni eftir að hafa verið ráðinn knattspyrnustjóri Arsenal á dögunum en ef marka má heimildir Sky Sports munu nokkrir leikmenn skrifa undir hjá Lundúnarliðinu áður en langt um líður.

Búið er að tilkynna um komu Stephan Lichtsteiner auk þess sem greint hefur verið frá því að Arsenal hafi náð samkomulagi við Borussia Dortmund um kaup á Sokratis Papastathopoulos en hann mun ganga til liðs við félagið þann 1.júlí næstkomandi.

Þá eru viðræður við Bayer Leverkusen um kaup á þýska markverðinum Bernd Leno langt komnar og ættu þau kaup að klárast á næstu dögum þar sem Leno var ekki valinn í þýska landsliðshópinn og er því ekki á HM í Rússlandi.

Úrugvæinn Lucas Torreira er hins vegar í Rússlandi en mun að öllum líkindum ganga í raðir Arsenal í sumar þar sem enska liðið hefur náð samkomulagi við Sampdoria um kaupverð.

Gelson Martins er líka í Rússlandi, með Portúgölum, en hann er að reyna að losna undan samningi hjá Sporting Lissabon og gæti komið frítt til Arsenal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.