Fótbolti

Tapaði aldrei leik sem landsliðsþjálfari en var samt rekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julen Lopetegui á æfingu með spænska landsliðinu.
Julen Lopetegui á æfingu með spænska landsliðinu. Vísir/EPA

Julen Lopetegui fær ekki að stýra spænska landsliðinu á HM í Rússlandi og getur strax farið að undirbúa sig fyrir nýja starfið sem knattspyrnustjóri Real Madrid.

Julen Lopetegui var rekinn í morgun aðeins rúmum tveimur sólarhringum fyrir fyrsta leik spænska landsliðsins á HM.

Fyrsti leikur spænska liðsins er á móti Portúgal á föstudaginn og liðið er nú að leita að nýjum þjálfara.
Lopetegui tók við spænska landsliðinu í júlí 2016 og var búinn að stýra liðinu í tuttugu leikjum.

Spænska landsliðið vann fjórtán og gerði sex jafntefli sem þýðir að Lopetegui tapaði aldrei sem landsliðsþjálfari Spánverja.

Markatala spænska liðsins í þessum tuttugu leikjum var 61-13 en liðið skoraði að minnsta kosti eitt mark í öllum leikjunum.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.