Fótbolti

Tapaði aldrei leik sem landsliðsþjálfari en var samt rekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julen Lopetegui á æfingu með spænska landsliðinu.
Julen Lopetegui á æfingu með spænska landsliðinu. Vísir/EPA
Julen Lopetegui fær ekki að stýra spænska landsliðinu á HM í Rússlandi og getur strax farið að undirbúa sig fyrir nýja starfið sem knattspyrnustjóri Real Madrid.

Julen Lopetegui var rekinn í morgun aðeins rúmum tveimur sólarhringum fyrir fyrsta leik spænska landsliðsins á HM.

Fyrsti leikur spænska liðsins er á móti Portúgal á föstudaginn og liðið er nú að leita að nýjum þjálfara.







Lopetegui tók við spænska landsliðinu í júlí 2016 og var búinn að stýra liðinu í tuttugu leikjum.

Spænska landsliðið vann fjórtán og gerði sex jafntefli sem þýðir að Lopetegui tapaði aldrei sem landsliðsþjálfari Spánverja.

Markatala spænska liðsins í þessum tuttugu leikjum var 61-13 en liðið skoraði að minnsta kosti eitt mark í öllum leikjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×