Fótbolti

Fernando Hierro verður þjálfari spænska landsliðsins á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Hierro.
Fernando Hierro. Vísir/Getty

Spánverjar eru búnir að finna eftirmann Julen Lopetegui sem var óvænt rekinn í morgun. Fernando Hierro mun stýra spænska landsliðinu á HM í Rússlandi.

Spænska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu strax á föstudaginn þegar þeir mæta Evrópumeisturum Portúgala.

Julen Lopetegui var rekinn fyrir að tilkynna það nokkrum dögum fyrir HM að hann væri að fara að taka við liði Real Madrid eftir HM. Formaður spænska knattspyrnusambandsins fékk ekki að vita af því fyrr en nokkrum mínútum áður og sætti sig ekki við slík vinnubrögð.

Spænska landsliðið tapaði ekki einum leik undir stjórn Julen Lopetegui sem tók við í júlí 2016.Fernando Hierro hefur verið í kringum spænska landsliðið því hann var starfandi íþróttastjóri spænska knattspyrnusambandsins.

Fernando Hierro mun hitta blaðamenn í kvöld og fær síðan innan við tvo sólarhringa til að stilla liðið fyrir fyrsta leik.

Fernando Hierro lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Spánverja en hann lék stærsta hluta ferils síns með Real Madrid.

Hierro fór á þrjú heimsmeistaramót með spænska landsliðinu en það var HM 1994 í Bandaríkjunumn, Hm 1998 í Frakklandi og HM 2002 í Suður-Kóreu og Japan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.