Handbolti

Þrír leikmenn sömdu við Gróttu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Drengirnir þrír handsala samninga sína við Gróttu
Drengirnir þrír handsala samninga sína við Gróttu mynd/grótta

Grótta samdi í dag við þrjá leikmenn um að spila með félaginu á næsta tímabili í Olís deild karla, þá Vilhjálm Geir Hauksson, Sigfús Pál Sigfússon og Alexander Jón Másson. Félagið tilkynnti um þetta í dag.

Sigfús Páll kemur til Gróttu frá Fjölni en Grafarvogsliðið féll úr Olís deildinni í vor. Sigfús á að baki tvo leiki með A-landsliði Íslands.

Alexander færir sig vestur á Seltjarnarnesið úr Hlíðunum en hann spilaði fyrir Val á síðasta tímabili.

Vilhjálmur er uppalinn hjá Gróttu og hefur spilað þar allan sinn feril að utanskildu einu ári sem hann eyddi með Haukum. Hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands og á yfir 200 meistarflokksleiki að baki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.