Lífið

Titraði úr stressi en sjokkeraði alla þegar hún byrjaði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hadwin gæti farið langt í þessari keppni.
Hadwin gæti farið langt í þessari keppni.

Hin 13 ára Courtney Hadwin mætti í áheyrnaprufu í Amercia´s Got Talent í vikunni og sló þessi unga stelpa rækilega í gegn.

Hadwin var vel stressuð fyrir prufuna en virtist ná að hrista af sér stressið og má með sanni segja að hún hafi komið öllum á óvart í salnum með flutningi sínum.

Dómarinn Howie Mandel var það hrifinn að hann ýtti á gullhnappinn sem skilar þessari þrettán ára snillingi beint í úrslit.

Hér að neðan má sjá útkomuna þegar Courtney tók Hard To Handle eftur Otis Redding. Mandel líkti Hadwin við Janis Jopling áður en hann ýtti á takkann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.