Fótbolti

Salah byrjaður að æfa með landsliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Salah á æfingu landsliðsins í dag
Salah á æfingu landsliðsins í dag mynd/egypska knattspyrnusambandið

Framherjinn Mohamed Salah er byrjaður að æfa með egypska landsliðinu eftir axlarmeiðsli. Egyptar hefja leik á HM eftir aðeins tvo daga.

Salah meiddist í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool beið lægri hlut gegn Real Madrid. Í fyrstu var talið að hann gæti misst af HM en nú þykir orðið næsta víst að hann muni geta tekið einhvern þátt.

Salah var mættur á æfingu landsliðsins í Rússlandi í dag og er það í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í hópæfingu liðsins en er ekki einn með sjúkraþjálfara.

Egyptar byrja keppni á HM á föstudag gegn Úrúgvæ. Þeir eru í riðli með gestgjöfum Rússlans og Sádi-Arabíu.
Tengdar fréttir

Greip um meiddu öxlina á Salah og bað um selfie

Egypskur knattspyrnuáhugamaður er væntanlega ekki vinsælasti maðurinn þar í landi eftir að hafa verið aðeins of aðgangsharður þegar hann sóttist eftir selfie með Mo Salah.

Mohamed Salah er í HM-hópi Egypta

Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.