Innlent

Hvassviðri og slydda í kortunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Búist er við allhvössum vindi og rigningu á Norður- og Austurlandi.
Búist er við allhvössum vindi og rigningu á Norður- og Austurlandi. Vísir/Stefán

Útlit er fyrir hvassviðri víða um land á morgun og eru bílstjórar ökutækja sem taka á sig mikinn vind sérstaklega varaðir við hvössum vindstrengjum, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Á morgun fer lægð til norðurs fyrir austan land og með henni verður allhvass vindur og rigning á Norður- og Austurlandi. Þá má einnig búast við slyddu á hæstu fjallvegum norðan og austanlands annað kvöld og fram á föstudagsmorgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og rigning með norður og austurströndinni fram undir hádegi og sums staðar slydda til fjalla, en skýjað með köflum og þurrt sunnan jökla. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast sunnanlands.

Á laugardag:
Snýst í suðaustlæga átt, 3-10 m/s. Skúrir eða rigning með köflum sunnan og suðvestantil en skýjað með köflum og yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Heldur hlýnandi, og hiti víða 5 til 14 stig.

Á sunnudag (lýðveldisdagurinn):
Hæg suðlæg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri norðanlands en líkur á stöku skúrum síðdegis. Skýjað sunnantil og lítilsháttar væta við suðurströndina. Hiti 7 til 13 stig. Gengur í austan og norðaustan 5-13 og bætir í úrkomu suðaustantil um kvöldið.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og rigningu eða súld víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan jökla. Svalt í veðri um landið norðanvert en 9 til 13 stiga hiti sunnanlands.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðvestlæga með lítlsháttar vætu norðaustantil en bjartviðri í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.