Innlent

Hvassviðri og slydda í kortunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Búist er við allhvössum vindi og rigningu á Norður- og Austurlandi.
Búist er við allhvössum vindi og rigningu á Norður- og Austurlandi. Vísir/Stefán
Útlit er fyrir hvassviðri víða um land á morgun og eru bílstjórar ökutækja sem taka á sig mikinn vind sérstaklega varaðir við hvössum vindstrengjum, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Á morgun fer lægð til norðurs fyrir austan land og með henni verður allhvass vindur og rigning á Norður- og Austurlandi. Þá má einnig búast við slyddu á hæstu fjallvegum norðan og austanlands annað kvöld og fram á föstudagsmorgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:

Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og rigning með norður og austurströndinni fram undir hádegi og sums staðar slydda til fjalla, en skýjað með köflum og þurrt sunnan jökla. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast sunnanlands.

Á laugardag:

Snýst í suðaustlæga átt, 3-10 m/s. Skúrir eða rigning með köflum sunnan og suðvestantil en skýjað með köflum og yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Heldur hlýnandi, og hiti víða 5 til 14 stig.

Á sunnudag (lýðveldisdagurinn):

Hæg suðlæg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri norðanlands en líkur á stöku skúrum síðdegis. Skýjað sunnantil og lítilsháttar væta við suðurströndina. Hiti 7 til 13 stig. Gengur í austan og norðaustan 5-13 og bætir í úrkomu suðaustantil um kvöldið.

Á mánudag:

Útlit fyrir norðlæga átt og rigningu eða súld víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan jökla. Svalt í veðri um landið norðanvert en 9 til 13 stiga hiti sunnanlands.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir norðvestlæga með lítlsháttar vætu norðaustantil en bjartviðri í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×