Innlent

Einn fluttur með þyrlu til Reykjavíkur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slysið varð í botni Hestfjarðar við Ísafjarðardjúp.
Slysið varð í botni Hestfjarðar við Ísafjarðardjúp. Kort/Loftmyndir.is

Tveir voru í bílnum sem hafnaði út af veginum í botni Hestfjarðar á fimmta tímanum í dag. Einn var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar en hinn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Ísafirði, að því er fram kemur í frétt RÚV.

Hermann Hermannsson, varðstjóri hjá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Vísi að tilkynning um slysið hafi borist slökkviliðinu rétt upp úr fjögur í dag. Beita þurfti klippum þar eð annar aðilinn var fastur í bílnum, að sögn Hermanns.

Aðgerðum slökkviliðs á vettvangi var lokið nú á áttunda tímanum en rannsókn lögreglu á slysstað stendur enn yfir.

Jón Arnar Gestsson hjá aðgerðarstjórn björgunarsveitarinnar á Ísafirði segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum að störfum björgunarsveitarmanna á vettvangi, sem aðallega beindust að aðstoð við lögreglu og vegalokunum, sé einnig lokið. Útkallið hafi borist um fjögur og allir hafi verið komnir heim fyrir sjö. 

Lokað var fyrir umferð um Djúpveg vegna slyssins en vegurinn var opnaður á ný klukkan 18 í kvöld.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.