Fótbolti

Aron Einar sendir handboltastrákunum kveðju

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Aron Einar er mikill handboltaáhugamaður.
Aron Einar er mikill handboltaáhugamaður. vísri/vilhelm

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er mikill handboltaáhugamaður enda var hann frábær handboltamaður á yngri árum. Bróðir hans, Arnór Gunnarsson, er hægri hornamaður íslenska landsliðsins.

Handboltastrákarnir okkar komust í gær á HM enn eina ferðina þegar að liðið lagði Litháen, 34-31, en það dugði til sigurs í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM 2019 sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar á næsta ári.

Aron Einar sendi þeim kveðju á Twitter og „taggaði“ eðlilega inn bróðir sinn Arnór: „Virkilega vel gert strákar og til hamingju. Janúar verður veisla enn og aftur,“ skrifaði fótboltafyrirliðinn.

Arnór fékk rautt spjald í leiknum í gær en það kom ekki að sök því Eyjamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson leysti hann af með stæl og skoraði fimm mörk.

Íslenska landsliðið í handbolta hefur nú tekið þátt í öllum heimsmeistaramótum nema einu frá árinu 2001. Því mistókst að komast á HM í Króatíu 2009.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.