Enski boltinn

Þægileg byrjun hjá bæði Liverpool og Manchester United: Risaleikur í fyrstu umferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gæti verið gaman hjá Liverpool mönnum í upphafi tímabils.
Það gæti verið gaman hjá Liverpool mönnum í upphafi tímabils. vísir/getty

Það verður sannkallaður stórleikur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en í morgun var leikjaröðun næsta tímabils í ensku úrvalsdeildinni gerð opinber.

Unai Emery fær heimaleik í fyrsta deildarleik sem knattspyrnustjóri Arsenal en mótherjinn er ekki af lakari gerðinni eða Englandsmeistarar Manchester City.

Ekki verður það mikið léttara í næsta leik á eftir því þá heimsækir Arsenal lið Chelsea.

Arsenal spilar heimaleikinn á móti nágrönnum sínum í Tottenham 1. desember en Tottenham tekur síðan á móti Arsenal 2. mars.

Fyrsti leikur Tottenham á nýja leikvanginum sínum verður á móti Liverpool helgina 15. til 16. september.Þessi fyrsti leikur er án efa sá erfiðasti hjá Manchester City í upphafi móts því svo taka við leikir á móti Huddersfield, Wolves, Newcastle, Fulham, Cardiff City og Brighton.

Fyrri Manchester slagurinn er 10. nóvember á Etihad en liðin mætast svo á Old Trafford 16. mars.

Manchester United hefur allt til alls til að byrja vel því í fyrstu sjö umferðunum spila United-menn við Leicester City, Brighton, Burnley, Watford, Wolves, West Ham og Newcastle.

Liverpool á frekar þægilega byrjun. Fyrstu fjórir leikir liðsins eru á móti West Ham, Crystal Palace, Brighton og Leicester en svo taka við svakalegar þrjár vikur þar sem lærisveinar Jürgen Klopp spila við Tottenham, Chelsea og Manchester City.

Enska úrvalsdeildin hefst 11. ágúst og lýkur síðan 19. maí 2019. Fjórar umferðir fara fram áður en kemur að fyrsta landsleikjahléinu sem er í byrjun september.

Hér má nálgast allar umferðirnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.